Forstöðumaður Hafnarborgar vill hengja verkið upp aftur en skyggi minna á merki Hafnarborgar

Hafnarborg og merkið sem listaverkið á helst ekki að hylja mikið

Sýningin „Töfrafundur – áratug síðar“ var til umræðu á fundi stjórnar Hafnarborgar 12. maí sl. þar sem bæjarstjóri situr skv. ákvæði í gjafabréfi frá stofnun safnsins.

Bæjarstjóri óskaði eftir því að verk listamannanna Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“ yrði tekið niður og málið sett í formlegan feril en bæjarstjóri er ekki formaður stjórnar Hafnarborgar.

Málamiðlunartillaga bæjarstjóra frá bæjarráðsfundinum 6. maí sl. var rædd en hún gerði ráð fyrir að til að flýta uppsetningu verksins yrði því komið fyrir frístandandi fyrir utan Hafnarborg. Ekki náðist samkomulag við listamennina um þá útfærslu sem vildu aðeins setja það upp á upprunanlegan stað.

Forstöðumaður Hafnarborgar lagði til að verkinu verði komið upp aftur á gafl Hafnarborgar hið fyrsta. Þess skulu þó gætt að verkið hylji merki Hafnarborgar með sem minnstum hætti.

Var forstöðumanni falið að sækja um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa fyrir verkið og uppsetningin verði í samráði við listamennina og umhverfs- og skipulagssvið.

Ferlið tók ekki langan tíma því fundur stjórnarinnar hófst kl. 12 en fundur skipulags- og byggingarfulltrúa hófst kl. 13 þar sem erindið var samþykkt.

Verkið sett upp á sunnudag kl. 14

Ólafur tilkynnti á Facebook-síðu sinni að verkið vrði aftur sett upp á gafl Hafnarborgar á sunnudaginn kl. 14.

Hugleiðing listamannanna í tilefni deilnanna

Vill skerpa á ferlum og vinnulagi við sýningar

Þá taldi stjórnin nauðsynlegt er að skerpa á ferlum og vinnulagi við sýningahald í Hafnarborg og lagði til að stjórnsýslusviði Hafnarfjarðarbæjar verði falið, í samráði við forstöðumann Hafnarborgar, að gera tillögu að verklags- og vinnureglum um stofnunina og sýningahald í listamiðstöðinni.

Þar verði einnig skilgreind og skýrð hlutverk t.d. forstöðumanns Hafnarborgar, stjórnar, bæjarráðs og listráðs með tilliti til gjafabréfs um stofnunina frá árinu 1983.

Tillöguna á svo að leggja fyrir stjórn Hafnarborgar.

Ummæli

Ummæli