Forrit og bingó á Hraunvallaleikunum

Hraunvallaleikarnir, fjölgreindarleikar Hraunvallaskóla voru haldnir þriðjudag til fimmtudags og voru hefðbundnar kennslustundir brotnar upp og fóru 670 nemendur á milli 54 stöðva þar sem boðið var upp á margvísleg skemmtileg verkefni.

Voru stöðvarnar mjög fjölbreyttar þar sem var boðið upp á núvitund, púsluspil, bíósýningar, vinasambönd, minnisleiki, samheitaþrautir, líkamlegar þrautir, Alex forritun, umferðarverkefni og fréttaskrif svo eitthvað sé nefnt.

Fjölgreind er byggð á kenningum Howards Gardners sem gengur út á að við búum öll yfir margvíslegum hæfileikum.

Eru leikarnir árlegur viðburður í skólanum.

Ummæli

Ummæli