fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFH sigraði Stjörnuna með yfirburðum

FH sigraði Stjörnuna með yfirburðum

FH sigraði sinn fyrsta leik í deildinni í ár.

FH vann sinn fyrsta heimaleik sinn í Pepsí-deildinni með sigri á Stjörnunni. FH vann leikinn 3-0. FH-ingar sáu til þess að Stjörnumenn sáu ekki til sólar og voru betri allan leikinn. Þetta var fyrsta tap Stjörnumanna í deildinni en þeir voru án lykilmanna, þar á meðal Daníels Laxdals og Haraldar Péturssonar.

Steven Lennon skoraði fyrsta mark FH úr aukaspyrnu á 23. mínútu leiksins. Næsta mark kom ekki fyrr en í seinni hálfleik þar sem Kristján Flóki Finnbogason skoraði annað mark FH þegar hann skallaði boltanum í autt mark Stjörnumanna. Þriðja mark FH skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir stoðsendingu Atla Guðnasonar en Þórarinn kom inn á sem varamaður tæpri mínútu fyrir markið.

Með þessum sigri þýðir að FH sé aðeins fjórum stigum frá toppliði Stjörnunnar í staðin fyrir að missa Stjörnuna tíu stigum frá sér

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2