fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirEinn skurður en tvær lagnir - Ljósleiðarafyrirtæki í samstarf

Einn skurður en tvær lagnir – Ljósleiðarafyrirtæki í samstarf

Langþráðum áfanga náð sem gagnast lóðarhöfum

Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu.

Samkomulagið felur í sér að hvort félag um sig tekur að sér ákveðin svæði og leggur þar tvö sjálfstæð ljósleiðarakerfi, fyrir báða samningsaðila, í einni og sömu framkvæmdinni. Markmið með samstarfinu er að ná fram hagræðingu með því að koma í veg fyrir mögulegan tvíverknað, stytta verktíma og minnka jarðrask og áhrif á íbúa.

Svæðin sem þetta samkomuleg tekur til eru í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og verklok verða fyrir árslok.

Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eiga í samkeppni og hafa því fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til þess að eiga með sér ofangreint samstarf.

Bæði Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eru ánægð með þennan samning og telja þetta samstarf vera til góða fyrir samningsaðila, viðskiptavini, sveitarfélög og neytendur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2