Eiga erfitt með akstur um hringtorg við Flatahraun

Óvenju harður árektur var þar í morgun

Jeppabifreiðin þeytti fólksbifreiðinni í rúman kvarthring

Harður árekstur varð í morgun á FH-torgi, hringtorgi á mótum Fjarðarhrauns, Flatahrauns og Bæjarhrauns. Jeppabifreið, sem ekið var inn á hringtorgið af Flatahrauni úr austri, skall á hægri afturhlið fólksbíls sem ekið var úr innri akrein inn á Bæjarhraun. Var áreksturinn all harður og snérist fólksbifreiðin um rúmlega kvarthring en engin slys urðu á fólki en ökumennirnir voru einir í bílunum.

Mjög algengt er að bílar skelli saman á þessum stað og virðist sem ökumenn sem koma inn á hringtorgið úr austri eftir Flatahrauni geri ekki ráð fyrir því að ökumenn fari af innri vegarhelmingi á hringtorginu og inn á Bæjarhraunið, eins og þó eðlilegt er. Þarna er líka algengt að þeir sem koma úr suðri eftir Fjarðarhrauni fari á ytri akrein og aka framhjá tveimur gatnamótum áður en þeir taka beygju til hægri áfram Fjarðarhraunið og aki þá í veg fyrir bíla sem sveigt er inn á Bæjarhraunið.

FH torgið sem tengir saman Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun.

Þröngt er á milli gatnamóta á hringtorginu og sennilega flestir sammála um að torgið er ekki það besta en skortur á aðgát virðist vera helsta orsök árekstra þarna sem eru margir. Athygli vekur að flestir árekstrarnir eru á þessum stað og mun færri árekstrar þar sem sveigt er út á Fjarðarhraunið til norðurs, þó jafn stutt sé á milli Bæjarhrauns og Fjarðarhrauns og er á milli Flatahrauns og Bæjarhrauns.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here