Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. bauð hæst í nýju lóðina við Hjallabraut

Tölvugerð mynd sem sýnir mögulegt útlit húsanna.

Lóðin Hjallabraut 49, norðan skátaheimilisins Hraunbyrgis og við Víðistaðatún, var auglýst í júlí og var framlengdur tilboðsfrestur til 23. ágúst sl.

Heimilt er að byggja tvö raðhús á tveim hæðum, annað með þrem íbúðum og hitt með fjórum íbúðum, og þrjú einbýlishús á einni hæð, samtals 10 íbúðir.

Alls bárust 7 tilboð í lóðina, það lægsta var 103,4 milljónir kr. en það hæsta var 203 milljónir króna, frá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. og var það samþykkt eftir yfirferð greinargerðar bjóðenda.

Lágmarksboð í lóðina var 98.000.670 kr. en hafa verður í huga að í lóðarhafi kostar alla gatnagerð.

Ummæli

Ummæli