fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirBuðu sömu krónutölu í skólaakstur og 2015

Buðu sömu krónutölu í skólaakstur og 2015

Fjögur tilboð bárust í akstur í grunnskóla og frístundaheimili

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu vika að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hópbíla um skóla- og frístundaakstur fyrir grunnskóla og frístundaheimili Hafnarfjarðar 2020-2024.

Hópbílar hf. eiga lægsta tilboðið og eru að bjóða sömu krónutölu og þeir buðu í lok árs 2015. Ávinningur Hafnarfjarðarbæjar, m.v. núverandi samning, er því lækkun á kostnaði sem nemur samningsbundnum hækkunum frá árinu 2015.

Tilboðin

Tilboðsupphæð er samsett tala sem hefur þann tilgang að hægt sé að gera samanburð á milli tilboða með einni tölu. Talan inniheldur öll einingaverð og er vægi þeirra talið lýsandi fyrir notkun í heildarsamningi. Vegna ákvæða um breytileika umfangs þjónustunnar var ekki talið rétt að setja fram heildarmagntölur á tilboðsblaði.

Kostnaðaráætlun byggir á fyrri samningi, sem var gerður í lok árs 2015, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga.

  1. Hópbílar hf. 273.625 kr.
  2. Hópferðamiðstöðin ehf. 430.000 kr.
  3. Teitur Jónasson ehf. 441.500 kr.

Tilboð SBA Norðurleiðar upp á 386.890 kr. var dæmt ógilt þar sem ekki var sýnt fram á að fyrirtækið uppfyllti kröfur um öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2