Breytt aðkoma að Kaplakrika vegna framkvæmda

Aðkeyrsla að Kaplakrika er nú tímabundið á móts við Kaplahraun.

Hafnar eru framkvæmdir við nýtt hringtorg á mótum Skútahrauns og Flatahrauns.

Vegna framkvæmdanna þarf að loka tímabundið núverandi tengingu að íþróttasvæði FH og mun umferðin á meðan fara um eldri innkeyrslu á móts við Kaplahraun.

Aðalgönguleiðin að svæðinu mun einnig verða um eldri innkeyrslu.

Framkvæmdir munu standa yfir fram í lok júní og mun verða truflun á umferð á því tímabili.

Ummæli

Ummæli