Bergrún Ósk úr FH er íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Bergrún Ósk Aðal­steins­dótt­ir

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr FH var í dag kjörin íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra, þriðja árið í röð.

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi var kjörinn íþróttakarl ársins hjá ÍF.

Bergrún Ósk setti Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4,30 metra og bætti þar með Íslandsmet  Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Bergrún er 20 ára og keppir í flokki TF37, flokki hreyfihamlaðra.

Árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here