fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífTýndi hlekkurinn á milli smáframleiðenda og neytandans

Týndi hlekkurinn á milli smáframleiðenda og neytandans

Gott og blessað ehf., er ný sölugátt fyrir íslenskar vörur

Gott og blessað ehf., sem er ný sölugátt fyrir íslenskar vörur, var stofnað í maí sl. og er í eigu þriggja kvenna, Önnu Júlíusdóttur, Jóhönnu Björnsdóttur og Sveinbjargar Jónsdóttur.

Félagið er að sögn Önnu svona eins og týndi hlekkurinn á milli smáframleiðenda og neytandans.

„Hér áður fyrr sóttu menn allar vörur beint til bóndans og veiðimannsins, en í tímanna rás, þá slitnaði þarna á milli og fara nú nánast allar vörur fyrst í einhvers konar vinnslu og eru síðan geymdar í vöruhúsum um lengri eða skemmri tíma og erfitt getur verið að fá nákvæmar upplýsingar um uppruna varanna,“ segir Anna. Segir hún að íslenskar vörur eigi einnig í harðri samkeppni við erlendar vörur sem oftast fái betra „hillupláss“ en þessar íslensku.

Sveinbjörg Jónsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir og Anna Júlíusdóttir. – Ljósmynd: Pétur Fjeldsted

„Það hefur verið lögð mikil áhersla á síðustu árum á að auka framleiðslu og fjölbreytni hjá bændum, en það er eins og markaðssetning og sölumál hafa verið látin sitja á hakanum,“ segir Anna og segir stofnendur félagsins hafa oft viljað sjá breytingu á þessu og hafi reynt í gegnum tíðina að versla frekar íslenskar vörur en erlendar. „En það var aðallega sá aukatími sem skapaðist vegna kórónaveirunnar sem gaf okkur tækifæri til að gera eitthvað róttækt í málinu.“

Ýmislegt má finna í versluninni

Með stofnun Gott og blessað, þá vilja þær koma neytendum í beint samband við smáframleiðendur um allt land og auka þannig sölu á íslenskum vörum. Framkvæmdina segir Anna vera eins einalda og hægt sé að hugsa sér:

    • Framleiðendur skrá vörur sínar hjá Gott og blessað
    • Neytendur geta nálgast vörurnar í gegnum heimasíðu Gott og blessað eða í kjörbúð félagsins
    • Neytendur geta valið um hvort þeir fái vöruna senda heim að dyrum eða sæki hana til Gott og blessað

„Þetta er sannanlega ekki fyrsta eða eina netverslun sem selur matvæli á Íslandi, en sú eina sem selur eingöngu íslensk matvæli,“ segir Anna í samtali við Fjarðarfréttir.

Verslunin við Flatahraun

Gott og blessað er til húsa að Flatahrauni 27, í 550 m² húsnæði sem er vel búið kælum, frystum og geymslurými, en þar er einnig kjörbúð félagsins.

Vörur líka frá hafnfirskum framleiðendum

Í lítilli en skemmtilegri versluninni kennir ýmissa grasa og þegar blaðamaður kíkti við þar var stöðugur straumur fólks þangað. Þarna sýndi fólk sérstakan áhuga á plokkfisknum frá Þremur frökkum en Úlfar Eysteinsson heitinn kokkur var Gaflari og gerði plokkfiskinn með bernaisesósu ódauðlegan. Þarna má finna vörur frá ýmsum hafnfirskum framleiðendum, Íslenskri hollustu, súrkál frá Móður jörð, pönnukökupönnur frá Hellu og krydd frá Kryddhúsinu svo eitthvað sé nefnt.

Hafnfirsku pönnukökupönnurnar.

Gott og blessað leggur mikið upp úr því að gera framleiðendum hátt undir höfði og stefnir að því að gera kynningarmyndbönd um sem flesta framleiðendur um allt land til að veita neytendum betri upplýsingar um hverjir það eru sem framleiða allar þessar frábæru íslensku vörur.

Hér má sjá stutt kynningarmyndband um Gott og blessað:

Gott og blessað

Kynning á starfsemi Gott og blessað.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2