fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirAtvinnulífSigrún Guðnadóttir verður forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Sigrún Guðnadóttir verður forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf for­stöðumanns Bókasafns Hafnar­fjarðar.

Hún hefur frá árinu 2008 starfað hjá Bókasafni Kópavogs, nú síðast sem útibússtjóri Lindasafns ásamt því að vera staðgengill forstöðu­manns Bókasafns Kópa­vogs. Áður starfaði Sigrún í aðalsafni Borgar­bóka­safns Reykjavíkur frá 2001 til 2007.

Sigrún er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og MA próf í hagnýtri menn­ingarmiðlun frá sama skóla.

Sigrún mun hefja störf 1. desember nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2