Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar.
Hún þekkir vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist.
Aldís er fimmtugur Hafnfirðingur og er með MA próf í listfræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í listfræði og menningarfræði frá sama skóla.
Aldís hefur störf hjá Hafnarborg þann 1. maí nk.
Alls sóttu 26 manns um stöðuna.
| Nafn: | Starfsheiti: |
| Aldís Arnardóttir | listfræðingur og sýningarstjóri |
| Ari Allansson | forstöðumaður |
| Aron Ingi Guðmundsson | fagstjóri |
| Ásgerður Júlíusdóttir | verkefnastjóri |
| Björgvin Sigvaldason | verkefnastjóri |
| Díana Björk Olsen | sérfræðingur |
| Elísabet Stefánsdóttir | grunnskólakennari |
| Emma Jónsdóttir | sumarstarfsmaður á leikskóla |
| Eva Kristín Dal | verkefnastjóri sýninga |
| Finnur Þ. Gunnþórsson | framkvæmdastjóri |
| Guðný Hilmarsdóttir | fagstjóri lista og sköpunar |
| Gunnar Gunnsteinsson | skrifstofustjóri |
| Jennifer Christine Alizert-Barichard | vöruhússtjóri |
| Jóhannes Bjarki Bjarkason | starfsmaður í úthringiveri |
| Jón P. Ásgeirsson | eitstjóri |
| Jóna Hlíf Halldórsdóttir | myndlistarmaður |
| Kristín Dagmar Jóhannesdóttir | afleysingakennari |
| Maríanna Finnbogadóttir | viðburðastjóri |
| Rosa África Navarro Martínez | |
| Sigríður Örvarsdóttir | verkefnastjóri |
| Sólveig Eir Stewart | leikskáld |
| Sverrir Rúts Sverrisson | verslunarstjóri |
| Unnar Þór Reynisson | forstöðumaður |
| Unnur Mjöll Leifsdóttir | starfandi forstöðumaður |
| Yean Fee Quay | verkefnastjóri sýninga |
| Þór Stiefel | myndlistarmaður |
Tekið var viðtal við sex umsækjendur og þrír umsækjenda voru kallaðir í seinna viðtal í ráðningarferli og var þeim falið verkefni. Var ákveðið að ráða Aldísi í framhaldi af því.


