Ný kynslóð tekur við Körfubílum ehf.

Elsta körfubílafyrirtæki landsins.

Feðgarnir Geir og Harry Þór Hólmgeirsson.

Geir Harrysson og Unnur Gréta Ásgeirsdóttir eru nýir eigendur Körfubíla ehf. en fyrum eigandi þess og stofnandi, Harry Þór Hólmgeirsson og faðir Geirs, mun þó áfram vera á hliðarlínunni eins og hann orðar það sjálfur.

Geir Harrysson, nýr eigandi Körfubíla.

Körfubílar ehf. var stofnað árið 1992 af hjónunum Harry Þór Hólmgeirssyni og Ólöfu Jónsdóttur en fyrirtækið rekur 3 körfubíla og starfsmennirnir eru 4. Er fyrirtækið elsta körfubílafyrirtæki landsins.

Körfubílar ehf. hafa líka flutt inn nýjar og notaðar lyftur og körfubíla eftir óskum viðskiptavina. Þá flytur fyrirtækið inn varahluti í allar gerðir af vinnulyftum og körfubíla.