Ívar Bragason ráðinn bæjarlögmaður

Ívar Bragason

Ívar Bragason, sem starfað hefur sem lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ síðan í janúar 2017 hefur verið ráðinn bæjarlögmaður frá 15. janúar 2021.

Ívar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum.

Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar annast lögfræðileg málefni fyrir hönd bæjarins og er ráðgjafi bæjarstjórnar, ráða og nefnda, bæjarstjóra og stofnana bæjarins í lagalegum málefnum. Bæjarlögmaður vinnur náið með teymi lögfræðinga en hjá Hafnarfjarðarbæ annast fjórir lögfræðingar lögfræðileg málefni.

Hann tekur við starfinu af Sigríði Kristinsdóttur sem tók við starfi sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu eftir rúm 5 ár í starfi bæjarlögmanns.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here