fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirAtvinnulífNý barnavöruverslun hefur verið opnuð á Lækjargötu 2

Ný barnavöruverslun hefur verið opnuð á Lækjargötu 2

Sigrún Ósk Jónsdóttir heftur opnað verslunina Meira gaman á Lækjargötu 2 þar sem hægt er að fá ýmsar barnavörur.

Sigrún hafði rekið vefverslunina Meiragaman.is síðan í apríl á þessu ári. Þegar hún sá laust verslunarrými á Lækjargötunni segit hún að það hafi ekki annað komið í mál en að færa sig í verslun líka.

Systurnar Margrét og Sigrún hafa verið að hanna barnafatnað undir merkinu Auðna sem nú fæst líka í versluninni Meira Gaman á Lækjargötunni. „Það er algjör draumur að fá vörurnar í verslun og hvað þá verslunina okkar,“ segir Sigrún.

Fatnaður frá Auðna

Í versluninni er hægt að fá allskonar barnavörur og er því góð viðbót við þær verslanir sem eru nú þegar í Hafnarfirðinum.

Verslunin var opnuð 1. október og segir Sigrún að hún hafi fengið frábærar móttökur. Opið er alla virka daga 13-16.

Eigendur Meira gaman þau Hermann Þór Haraldsson og Sigrún Ósk Jónsdóttir ásamt Herði Þór á opnunardeginum 1. október.

Myndir aðsendar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2