fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirAtlantsolía 11,7% dýrari en Costco

Atlantsolía 11,7% dýrari en Costco

Eftir að Atlantsoía hækkaði grunnafslátt úr 3 kr. í 5 kr. og í 7 kr. á uppáhaldsstöð.

Þegar Atlantsolía kom inn í íslenska bensínmarkaðinn í ársbyrjun 2004 og bauð þá 2 kr. afslátt á bensínlíterinn en þá var algengt verð 94,50 kr. Þetta hafði mikil áhrif og samkeppni fór að bera á sér en síðar kom í ljós að olíufélögin höfðu samráð sín á milli.

Í dag er listaverðið hjá Atlantsolíu 193.40 kr.
Fyrir mánuði síðan hækkaði Atlantsolía grunnafsláttinn á dælulyklinum úr 3 kr. í 5 kr. og bjóða 7 kr. afslátt á einni uppáhaldsstöð. Á uppáhaldsstöð kostar bensínið hjá Atlantsoíu hjá almennum viðskiptavini 186,4 kr.

Costco lækkaði verð hjá sér í dag og kostar líterinn nú 166,9 kr. og er lægsta verð hjá Atlantsolíu því 11,7% dýrara en hjá Costco.

Frelar lítil viðbrögð hafa verið við þessu verð Costco hjá olíufélögunum ef frá er talinn aukinn afsláttur hjá Atlantsolíu sem ekki hafði breyst mjög lengi. Reyndar hefur hann ekki breyst mikið í prósentum talið því árið 2004 var afslátturinn 2,12% en er í dag eftir 67% hækkun á afslættinum 2,59%.

Neytendur svara þessu greinilega með fótunum því þegar langar biðraðir voru við bensíndælur Costco í Kauptúni var enginn bíll við dælur Atlantsolíu við Kaplakrika.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2