Starfsemi útibúa Arion banka í Garðabæ og Hafnarfirði verður í sumar að hluta til sameinuð þjónustukjarna bankans á Smáratorgi í Kópavogi.
Því mun Arion banki ekki lengur vera með bankaútibú í Hafnarfirði en útibú bankans er nú í verslunarmiðstöðinni Firði.
Segir í tilkynningu frá bankanum að með þessu sé verið að gera sterkari þjónustukjarna og að breytingarnar sé einnig tilkomnar vegna aukinnar rafrænnar þjónustu.
Þessar breytingar miða að því að gera þjónustu bankans aðgengilegri og þægilegri fyrir viðskiptavini, segir í tilkynningunni.