fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirÁrekstur á stórhættulegum stað á Reykjanesbraut við Hellnahraun

Árekstur á stórhættulegum stað á Reykjanesbraut við Hellnahraun

Tveir fólksbílar skullu saman en enginn slasaðist

Harður árekstur var á Reykjanesbraut á gatnamótum við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni. Þar hefur lengi verið þrýst á úrbætur enda gríðarlega mikil umferð þarna og mikið af stórum bílum. Hafa orðið þarna alvarleg slys og fjölmargir árekstrar.

 

Ef ágiskanir blaðamanns eru réttar hefur önnur bifreiðin snúist um 180°. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Ef ágiskanir blaðamanns eru réttar hefur önnur bifreiðin snúist um 180°. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Um hálf fjögur leytið í dag skullu þar harkalega saman tveir fólksbílar. Annar virðist hafa verið að koma sunnan að en hinn virðist hafa verið að koma úr iðnaðarhverfinu og verið að beygja til vinstri. Þrátt fyrir að áreksturinn hafi verið mjög harður og loftpúðar hafi sprungið út sluppu ökumenn og farþegar ómeiddir en annar bílanna var alveg óökufær.

 

Ljósmynd: Guðni Gíslason
Ljósmynd: Guðni Gíslason

Mikil umferðarteppa myndaðist enda engin hjáleið þarna. Talað hefur verið um að setja ljósastýrð gatnamót þarna en ekkert hefur verið ákveðið og virðist eiga að bíða eftir mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg en þá verður þessum gatnamótum örugglega lokað. Lögregla náði fljótt að beina umferð framhjá bílunum og allir komust leiðar sinnar fyrir rest.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2