fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirÁrekstur á Reykjanesbraut sunnan við Straum og brautin lokuð

Árekstur á Reykjanesbraut sunnan við Straum og brautin lokuð

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og sjúkraliði þegar árekstur varð á Reykjanesbraut skammt vestan við Straumsvík rétt upp úr klukkan hálf átta í morgun.

Var öll umferð um brautina lokuð og búist við að hún verði lokuð eitthvað áfram.

Áreksturinn var skammt vestan við Straum.

Tveir fólksbílar lentu utan vegar og er a.m.k. annar þeirra mikið skemmdur en fjórir bílar lentu í árekstrinum, tveir sendibílar að auki ef marka má aðstæður á slysstað.

Ekki er vitað um slys á fólki en farið var með fjóra með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Lögreglan lokaði veginum til vesturs við álverið í Straumsvík og þar fór einn bíll útaf sem virðist hafa komið of hratt og sveigt útaf áður en hann hefði skollið á kyrrstæðri bifreið.

Reykjanesbrautinni var lokað við afleggjarann að álverinu í Straumsvík.

Hálka hefur verið á Reykjanesbrautinni um tíma ef marka má bílinn á myndinni hér að neðan sem er í brekkunni við Mosahlíðina. Ekki var þó mikil hálka við Straumsvík um áttaleytið í morgun.

Ökumaður þessa bíls hefur misst vald á bílnum í nótt.

Uppfært kl. 9.30

Búið er að opna fyrir umferð

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2