fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirAldursblandaðir hópar fóru á milli 60 stöðva á Hraunvallaleikunum

Aldursblandaðir hópar fóru á milli 60 stöðva á Hraunvallaleikunum

Fjölmargar myndir frá Hraunvallaleikunum

Hinir árlegu Hraunvallaleikar voru í Hraunvallaskóla í vikunni en þá var hefðbundið skólastarf brotið upp í þrjá daga.

Hugmyndin með leikunum er að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun.

Tekist er á við fjölbreytt verkefni, þrautir og leiki þar sem allir fá að spreyta sig og stórir og smáir hjálpast að. Um 60 stöðvar eru víðs vegar um skólann og fara nemendur í aldursblönduðum hópum á milli stöðvanna. Markmiðið með því er að tengja saman nemendur á mismunandi aldri, efla samskipti og góðan skólaanda.

Fjarðarfréttir litu við í skólanum á lokadegi leikanna og kíkti við á nokkrum stöðvum. Alls staðar ríkti gleði og áhuginn skein úr augum krakkanna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2