Ætla að bæta kjör leikskólastarfsfólks

Dvalartími barna verði sveigjanlegur með því markmiði að stytta dvalartíma barna

Bæjarstjóri með leikskólabörn í heimsókn

Meðal þess sem kynnt var við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir Hafnarfjarðarkaupstað var að veita umtalsverðu fjármagni til leikskólanna með það að markmiði að skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsumhverfi í leikskólum bæjarins.

Sagði bæjarstjóri í kynningu að erfitt sé að fá fólk og að halda fólki en auknar kröfur hafi kallað á fleira starfsfólk. Hafi stjórnendur Hafnarfjarðar velt fyrir sér hvernig hægt væri að efla leikskólastarfið en mikið álag sé inni á leikskólunum. Sé það vegna langra vinnudaga, styttingar vinnuvikunnar og að aukin þjónusta hafi leitt til þess að álag sé mikið.

„Við erum að horfast í augu við það og viðurkenna það og viljum gera allt hvað hægt er til að bæta aðstæður hjá fólki sem þar starfar,“ sagði bæjarstjóri m.a.

Á meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til er:

  • Stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra verður 20-35% til að auka faglegt starf.
  • Hlunnindi og styrkir til leikskólastarfsfólks verða aukin, m.a. með hækkun á fastri yfirvinnu til allra og bíla- og símastyrk til stjórnenda.
  • Starfsfólk leikskóla fái 75% afslátt af leikskólagjöldum.
  • Handleiðsla og námskeið starfsfólks verði efld.
  • Undirbúningur verður hafinn að stækkun Smáralundar um eina deild með það fyrir augum að lækka inntökualdur barna niður í 12 mánuði í skrefum næstu árin.
  • Komið verði á sveigjanlegum dvalartíma sem skrefi til styttri dvalartíma barna.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here