Á þaki á óbreyttum jeppa í tvo tíma í Kaldaklofskvísl

Varað við vatnavöxtum í ám á hálendinu

Björgunarsveit komin að bílnum.

Í morgun voru björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út vegna ökumanns sem var í vandræðum í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Var hann að reyna að fara yfir vað sem er rétt vestan við göngubrú sem er um 800 m sunnan  við Hvanngilsskála.

Hafði hann fest bíl sinn í ánni og þurft að koma sér upp á þak því vatn flæddi inn í bílinn. Var hann búinn að vera á þaki bílsins í um tvær klukkustundir þegar björgunarmenn komu að.

Horft að bílnum frá göngubrúnni, Stórasúla í bakgrunni.

Vel tókst að koma manninum í land en unnið er að því að koma bílnum úr ánni. Var hann farinn að grafast niður og mátti því ekki tæpara standa að bjarga manninum.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg vill koma því á framfæri að vegna rigninga hefur vaxið mikið í ám á hálendinu og eru margar þeirra því illfærar og jafnvel ófærar óbreyttum jeppum.

Mjög mikið var í ánni.

Ljósmyndir: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here