42 umsóknir bárust um sumarhúsalóðina – Þau voru dregin út

Lóðin í Sléttuhlíð

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að sumarhúsalóðinni Sléttuhlíð B7 verði úthlutað til Áslaugar Hallgrímsdóttur og Reynis Svanssonar, Víðivangi 9.

Alls bárust 42 umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum.

Dregin var út umsókn Áslaugar Hallgrímsdóttur og Reynis Svanssonar. Til vara var dregin út umsókn Jóhanns F. Helgasonar og Elínar Hrannar Einarsdóttur, Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit og til þrautavara var dregin út umsókn Stefáns Snæs Ágústssonar og Hlínar Þórhallsdóttur, Eggertsgötu 18, Reykjavík.

 

Ummæli

Ummæli