1400 hundar á Víðistaðatúni

Skeggjastaða Auðna Grábrók ásamt Guðbjörgu B. Karlsdóttur

Sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands var haldin á Víðistaðatúni um síðustu helgi.

Um 1400 hundar voru skráðir til keppni af 100 tegundum hreinræktaðra hunda sem finna má á Íslandi á tvöfalda sýningu félagsins. Alþjóðlegt dómaralið frá Ungverjalandi, Króatíu, Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi mátu hundana samkvæmt stöðlum FCI, alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga og var vandlega fylgst með hverri hreifingu hundanna.

Veðrið lék við sýnendur og gesti en keppt var bæði laugardag og sunnudag.

Á laugardag var Norræn sýning þar sem keppt var í 10 flokkum.

Á sunnudag var Alþjóðleg sýning þar sem einnig var keppt í 10 flokkum.

Ummæli

Ummæli