Aðildarfélög ÍBH fengu í gær 12 milljóna króna úthlutun Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar til íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára.
Jafnréttishvataverðlaun
Jafnréttishvataverðlaun 2021 hlutu Fimleikafélagið Björk kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun drengja og Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun stúlkna.
Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Álfafelli í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Úthlutun stýrist af jafnréttishvata og iðkendafjölda
Samningur er í gildi fyrir árið 2021 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 10 milljónir króna á ári hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í Hafnarfirði. Samtals var verið að úthluta 12 milljónum króna í fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum eða 60% vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum og jafnréttishvata. 40% af styrknum er úthlutað síðla árs. Óskað var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH í aprílmánuði og sóttu 13 félög um stuðning úr sjóðnum. Samningur um úthlutun íþróttastyrkja hefur verið í gildi frá árinu 2001. Upphæð úthlutunar til hvers félags stýrist annarsvegar af jafnréttishvata og hinsvegar af þeim iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum.
Eftirtalin félög fengu stuðning út frá samningi og umsóknum
- Fimleikafélag Hafnarfjarðar 4.078.763 kr.
- Knattspyrnufélagið Haukar 2.395.622 kr.
- Fimleikafélagið Björk 1.981.043 kr.
- Sundfélag Hafnarfjarðar 739.788 kr.
- Brettafélag Hafnarfjarðar 513.879 kr.
- Badmintonfélag Hafnarfjarðar 491.537 kr.
- Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar 362.446 kr.
- Golfklúbburinn Keilir 143.986 kr.
- Hestamannafélagið Sörli 111.713 kr.
- Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar 71.993 kr.
- Íþróttafélagið Fjörður 54.615 kr.
- Bogfimifélagið Hrói Höttur 32.273 kr.
- Tennisfélag Hafnarfjarðar 22.343 kr.