fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

0,9 % aflaheimilda til Hafnarfjarðar

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hófst í dag.

Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að stýring fiskveiða með úthlutun kvóta sé hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins.

Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs. Það á sér þá skýringu að nokkur samdráttur er í  leyfilegum heildarafla enda farið að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar í því efni.

Sjö skip sem gerð eru út frá Hafnarfirði fengu úthlutað að þessu sinni, samtals 3.104 tonnum eða um 0,9 % af úthlutuðum þorskígildum.

Kristján HF 100, sem er tveggja ára, tæpra 30 tonna plastbátur fær lang mestu aflaheimildir hafnfirsku bátanna, 2.111 þorskígildistonn, langmest í þorski en einnig í ýsu, ufsa karfa löngu blálöngu keilu Steinbít og Hlýra. Útgerðin er Grunnur ehf. sem er í eigu Brims en Brim keypti Fiskvinnsluna Kamb og Grábrók haustið 2019.

Steinunn HF 108, sem er 15 tonna plastbátur, fær næst mest 744 þorskígildistonn, lang mest í þorski en einnig í þeim fisktegundum sem Kristján fékk heimild fyrir. Útgerðin er Grábrók ehf.

Þórdís HF 198, sem er 3,7 tonna trylla,  fær 217 þorskígildistonn, mest í þorski. Útgerðin er Hersir ehf.

Sigurborg Ólafs HF 44, sem er 6 tonna bátur, fær tæp 17 þorskígildistonn. Útgerðin er Sæhólmi ehf.

Örvar HF 155, sem er 12 tonna bátur, fær 9,8 þorskígildistonn. Erling Ómar Guðmundsson gerir bátinn út.

Finnur HF 12, sem er 3ja tonna trylla, færa 4,8 þorskígildistonn. Árni Sigtryggsson gerir bátinn út.

Haukur HF 68, sem er 6,7 tonna strandveiðibátur, fær 313 þorskígildistonn. Útgerðin er Haukur HF 68 ehf.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar