fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFrá ritstjóraNágrannar og eigið sveitarfélag

Nágrannar og eigið sveitarfélag

Nágrannar okkar Grindvík­ing­ar hafa fengið að kenna á jarðhræringum sem dunið hafa á okkur á Reykjanesskaganum undanfarin ár og ef eitthvað er að marka jarðvísindamenn er þetta aðeins byrjunin á löngu tímabili jarðhræringa og eldgosa á skaganum. Við búum nærri eldstöðvum og stutt er í Búrfellið, Undirhlíðagíga, Óbrennishóla og aðeins lengra í Sauðabrekkugjána, svo ekki sé minnst á Brennisteinsfjöllin og Trölladyngjuna. Misgengi má finna í Hafnarfirði og áberandi á væntanlegu næsta byggingarlandi bæjarins. Fæstir bjuggust við að gosið gæti í Grindavík og nú hræðist fólk meira en skjálfta. Þetta sýnir okkur að vel þarf að vanda við val á byggingarlandi.

Bestu þakkir til allra auglýsenda sem hafa trú á að bæjarblað sé góður auglýsingamiðill en með auglýsingakaupum eru auglýsendur jafnframt að tryggja að hægt sé að gefa slíkt blað út. Útgáfa blaða á pappírsformi er sífellt að verða erfiðari og kostnaður hefur aukist mjög hratt á liðnum árum án þess að auglýsingaverð hafið hækkað að sama skapi. Í raun má segja að auglýsingaverð hafi í raun haldist óbreytt í 20 ár í krónum talið!

Sveitarfélög í kringum okkur nýta sín bæjarblöð duglega til að auglýsa sína þjónustu og að koma skilaboðum til bæjarbúa enda stefna þeirra eins og fleiri að efla atvinnustarfsemi í bænum.

Næsta blað er jólablaðið með öllum jóla­kveðj­unum og á nýju ári verður útgáfan með hefð­bundnum hætti en þá mun Fjarðarfréttir færa lesendum sínum ókeypis smáforrit til að lesa blaðið á auðveldari hátt en fyrr og auðvelt verður að blaða í eldri blöðum.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2