Sýning opnuð á verkum Díönu Margrétar í Litla gallerý

Sýningin verður opnuð í dag kl. 19-21 og stendur til 1. ágúst.

Opnun á nýrri sýningu í Litla Gallerý á verkum Díönu Margrétar Hrafnsdóttur.
Sýningin ber heitið Jörð/Earth og er jafnframt sölusýning.

Sýningin er túlkun á landslagi í nærumhverfi hennar. Samhliða rýnir hún í jörðina og kemur þeirri upplifun til skila.

Sýningin verður opnuð í dag kl. 19-21 og stendur til 1. ágúst.

Díana Margrét Hrafnsdóttir

Díana Margrét útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2000 með BA gráðu í myndlist. Áður og samhliða náminu stundaði hún nám í leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Díana Margrét hefur haldið margar einkasýningar hérlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Frá útskrift hefur hún kennt myndlist í leik- og grunnskólum samhliða listsköpun sinni.

Díana Margrét er fædd og uppalin í Hafnarfirði og bera verk hennar vott um umhverfi æsku hennar; hraun, haf og fjöll.

Í tengslum við það notar Díana náttúruleg efni, svo sem tré og steinleir, til að túlka hugmyndir sínar.

 

Ummæli

Ummæli