fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimÁ döfinniSkákþing Íslands hefst á mánudaginn á Ásvöllum

Skákþing Íslands hefst á mánudaginn á Ásvöllum

Skákþing Íslands verður haldið á Ásvöllum dagana 15.-25. maí nk. og verða 12 keppendur, þar af 9 stórmeistarar.

Stórmeistararnir eru:

  • Hjörvar Steinn Grétarsson (2538)
  • Hannes Hlífar Stefánsson (2510)
  • Héðinn Steingrímsson (2503)
  • Henrik Danielsen (2498)
  • Jóhann Hjartarson (2478)
  • Helgi Áss Grétarsson (2473)
  • Vignir Vatnar Stefánsson (2461)
  • Guðmundur Kjartansson (2402)
  • Lenka Ptácníková (2040), Íslandsmeistari kvenna 2022

Auk þeirra keppa alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2351), FIDE meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2318) og Jóhann Ingvason (2122) en þeir tveir síðastnefndu voru efstir í  áskorendaflokki 2022.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir mikla grósku vera í skákinni um þessar mundir sem sýni sig m.a. í endurreisn Skákdeildar Hauka og því við hæfi að halda mótið á Ásvöllum.

Keppt er um Íslandsmeistaratitilinn en Hannes Hlífar Stefánsson hefur unnið hann oftast, alls 13 sinnum og Jóhann Hjartarson næst oftast, 6 sinnum. en þeir Héðinn Steingrímsson og Guðmundur Kjartansson koma næstir með 3 titla hvor.

Íslandsmeistari 2022 var Hjörvar Steinn Grétarsson og Íslandsmeistari kvenna var Lenka Ptácníková.

Jóhann Hjartarson með

Allir sterkustu skákmenn Íslands taka þátt með Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsta Íslendinginn í fararbroddi. Segir Gunnar gaman t.d. að sjá Jóhann Hjartarson með en hann byrjaði aftur að tefla sér til ánægju 2015. Jóhann er eflaust þekktastur í skákheiminum fyrir frækinn sigur á Viktor Kortsnoj 1988 í undankeppni um heimsmeistaratitilinn.

Tvítugur Vignir Vatnar er nýjasti stórmeistarinn

Vignir Vatnar Stefánsson er hann tók þátt í Skákþingi sem haldið var í Hafnarfirði 2017þ

Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son, sem aðeins er tvítugur að aldri, er einn efnilegasti skákmaður landsins í dag en hann náði sér í stórmeistaratitil í mars sl. er hann sigraði á Opna Arandjelovac mótinu í Serbíu. Hann er næst yngsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli og sá sextándi, aðeins Helgi Áss Grétarsson náði þeim áfanga fyrr, 17 ára gamall.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2