Sólveig Ása Tryggvadóttir flytur reynslusögu sína á bleikri messu í Ástjarnarkirkju á morgun, sunnudag kl. 17, en hún greindist með krabbamein og hefur notið þjóniustu Ljóssins.
Í messunni mun nýr tónlistarstjóri kirkjunnar, Karl Olgeirsson, taka formlega í notkun nýjan flygil kirkjunnar og kona hans SigríðurEyrún Friðriksdóttir. En þess má geta að flygillinn er að hluta gjöf í minningu trúfasts kirkjuvinar.

Það verður mikið um dýrðir en um leið er verið að ígrunda og styðja við þarft og mikilvægt málefni.
Veglegar veitingar í boði að lokinni messu þar sem bleika slaufan verður til sölu.