Á sunnudaginn verður sannkallað menningarkvöld í Hafnarfjarðarkirkju en von er á góðum gestum.
Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson les úr ljóðum sínum sem innihalda trúarleg stef, á milli þess sem þau Margrét Eir Hönnudóttir, Andrés Þór Gunnlaugsson, Agnar Már Magnússon og Þorgrímur Jónsson leika ljúfa tóna.
Sr. Jónína Ólafsdóttir flytur hugleiðingu og bæn og leiðir stundina.
Á eftir er messukaffi og samfèlag í safnaðarheimilinu þar sem Einar Már mun spjalla um bók sína Skáldleg afbrotafræði.
Sannkallað menningarkvöld í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20, 31. október.


