Menningarheimar mætast á myndlistarsýningu í Hamrinum

Myndlistarsýningin „Það er bjart framundan“ verður opnuð í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu á morgun, fimmtudag 20. maí kl. 16.

Þar sem ungir listamenn sýna verk sín og menningarheimar mætast. Hinn kúrdíski listamaður Hemn A. Hussein, paletínsku Khalil Shurab og Mohammed Bakri, hinn hafnfirski Dagur Örn Björnsson og þau litháensku og lettnesku Gabriele Budryte og Markuss Veide, leyfa okkur að njóta listahæfileika sinna.

Húsið verður opnað kl.  16 og léttar veitingar verða í boði. Frítt er inn.

Einnig verður opið hús og verkin til sýnis á föstudag 21. maí kl. 9-23, laugardag og sunnudag kl. 12-18.

Ummæli

Ummæli