Lionsfélagar mæla blóðsykur í Firði

Frá blóðsykursmælingu Lionsfélaga í Firði.

Á laugardaginn, 19. nóvember, munu Lionsklúbbarnir í Hafnarfirði bjóða upp á blóðsykurmælingar fyrir bæjarbúa eftir nokkuð hlé vegna Covid.

Verður mælt í verslunarmiðstöðinni Firði kl. 11-15 og eru bæjarbúar hvattir til að líta við og fá mælingu.

Framkvæmdin mun verða í höndum hjúkunarfræðinga og sjúkraliða.

Ummæli

Ummæli