fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimÁ döfinniÆvintýri búninga og leikja framundan í Bókasafni Hafnarfjarðar

Ævintýri búninga og leikja framundan í Bókasafni Hafnarfjarðar

Hátíðin Heimar og himingeimar verður haldin í Bókasafni Hafnarfjarðar 30. ágúst til 1. september þar sem gestum verður boðið að stíga inn í ævintýraheim búninga og leikja. Þar verður margt að sjá og margt sem hægt er að taka þátt í.

Smiðjur verða alla dagana. Þar má m.a. læra að búa til sverð og búninga, taka cosplay-ljósmyndir og skrifa í miðaldastíl. Keppt verður um bestu búningana í Cosplay þann 31. ágúst í þremur flokkum, ungliða-, opnum og fyrir lengra komna.

„Búningabransinn snýst um að gefa skít í staðalímyndir. Stíga úr raunveruleikanum og inn í ímyndaðan heim, mótaðan og sniðinn eins og hver og einn kýs,“ segir Unnur Helga Möller, verkefnastjóri viðburða hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Hún ætlar með hópunum sjö sem standa að hátíðinni að endurbyggja Star Wars geimskip á fyrstu hæðinni og setja upp fantasíukrá á þeirri þriðju.

„Rimmugýgur verður fyrir utan bókasafnið með víkingabardaga, Hema Reykjavík verður með sögulegar skylmingar og Geislasverðafélagið mætir með geislasverðin sín. Þau ætla svo að slást við Darth Vader, sem fólk þekkir náttúrulega úr Star Wars,“ segir Unnur Helga.

Opið verður föstudag kl. 17-20, laugardag kl. 11-20 og sunnudag kl. 11-14.

Ath. að skrá þarf í suma viðburðina.

  • Boffersmiðja. – Boffervopn (einnig kölluð frauðvopn eða larpvopn) eru sverð og annað í þeim dúr sem gert út sérstöku frauði til að nota í kvikspuna og spunaleikjum. Þau eru mjúk og án skerpu. Hér kenna nokkrar eðalbardagakempur hvernig á að gera slík sverð og svo má prófa þau í bardagahringnum fyrir utan.  Sjá nánar hér
  • Cosplay-keppni. – Cosplay eða búningaleikir kallast þegar fólk klæðist búningum til að líkjast einstakling úr bíómynd, bók, tölvuleik eð slíku. (Nafnið kemur úr costume og play) Sjá nánar hér
  • Cosplay-uppstilling – Sjá nánar hér
  • Fléttugerð. Lærðu að búa til skrautfléttur til að nota með sögulega búningnum þínum! Námskeiðið er opið öllum aldri en takmörkuð sæti. Sjá nánar hér
  • Boffersmiðja. Sjá nánar hér
  • Miðaldaskrautskrift – Hvernig væri að gera heimsins flottustu jólakort í ár? Fulltrúar frá Klakavirki – Félagsskap um skapandi tímaskekkjur kenna. Námskeið er ókeypis, takmörkuð sæti. Sjá nánar  hér
  • LARP-galli á korteri. – Mættu með buxur, allt nema bláar gallabuxur, og bol sem má skemma! Við reddum restinni, en þú mátt koma með allt sem þú vilt, auðvitað. LARP er skammstöfun á „Live Action Role Playing“ er rauntímaspunaspil eða leikur þar sem þátttakendur mætast á leikvelli og leika sem persónur úr sögu sem þeir skapa sjálfir í gegnum samskipti og oft slagsmál með þykjustu vopnum svo sem froðusverðum og dótabyssum. – Sjá nánar hér 

„Komdu og vertu með! Við ætlum að missa okkur í öllu sem er skemmtilegt við búninga: Allt frá kvikmyndabúningum til Larp-fantasíuklæðnaðs, til sögulegrar endursköpunar. Japanskt cosplay, leikmunagerð, buffer-vopn, sögulegar skylmingar, geislasverðaskylmingar …bara allt og þú ert velkominn með!,“ segir Unnur Helga.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2