Laugardagur, júlí 5, 2025
target="_blank"
HeimFréttirMatjurtagarðar fyrir fjölskyldur á tveimur stöðum

Matjurtagarðar fyrir fjölskyldur á tveimur stöðum

Skólagarðarnir lagðir af

Síðustu ár hafa verið reknir skólagarðar á fimm stöðum í Hafnarfirði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Einnig hafa verið í boði matjurtagarðar í Vatnshlíðinni fyrir fjölskyldur. Í ár verður breytt fyrirkomulag en bæði matjurtargarðar í Vatnshlíð og skólagarðar munu leggjast af og í staðinn býður Hafnarfjarðarbær upp á fjölskyldugarða.

Hildur Þórarinsdóttir hefur yfirumsjón með görðunum og segir hún að garðarnir verði opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri og þetta sé frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um saman í sumar.

Fjölskyldugarðarnir verða opnir á tveimur stöðum í Hafnarfirði, efst á Öldugötu og á Víðistöðum. Kostnaður fyrir garð er 5.000.- kr. og fá leigjendur tvo reiti. Innifalið í verðinu er grænmeti í annan garðinn, áburður, akríldúkur og eitur fyrir þá sem vilja. Ræktendur sjá sjálfir um að útvega grænmeti eða kartöflur í hinn reitinn. Grænmetið sem er innifalið í ár er blómkál, gulrófur, spergilkál, hvítkál, hnúðkál, grænkál, rautt grænkál, steinselja, gulrætur, klettasalat og mynta. Verkfæri og könnur eru á staðnum.

Garðarnir opna þann 1. júní næstkomandi en ræktendur geta þó fengið úthlutað reitum í lok  maí og byrjað að hreinsa garðana en grænmetið kemur ekki fyrr en í byrjun júní.

Opið verður í görðunum 1. til 30. júní kl. 8:30-12 og kl. 13-16:30 og 3. júlí til 18. ágúst kl. 10-15.

Þessar settu niður fyrir 13 árum og hafa eflaust uppskorið vel.

Hildur segir að á þessum tíma verði starfsmenn fjölskyldugarðanna á staðnum en þó verður ekkert mál að koma eftir lokun til þess að snyrta garðinn eða vökva en þá þyrfti að koma með verkfæri og könnu að heiman.

Skráning í garðana er hafin inn á fristund.is og eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2