Flensborgarhlaupið var haldið í 13. sinn í dag en það er Flensborgarskólinn sem heldur hlaupið.
Boðið var upp á 10 km og 5 km hlaup með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku.
Keppt var í fjórum flokkum í 5 km og 10 km hlaupi, 18 ára og yngri og 19 ára og eldri karla og kvenna. Þó var aðeins veitt verðlaun í einum flokki í 10 km hlaup.
Allt hlupu 66 5 km og 60 hlupu 10 km.
5 km 18 ára og yngri konur
- Þula Björg Finnbjörgsdóttir (2013) 28,23 mín
- Aldís Fönn Benediktsdóttir (2009) 30,39 mín
- Saule Spauskaite (2009) 36,21 mín

5 km 18 ára og yngri karlar
- Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson (2012) 18,07 mín
- Hilmir Freyr Halldórsson (2009) 20,44 mín
- Orri Þór Þorgeirsson (2014) 22,01 mín

5 km 19 og eldri konur
- Sædís Guðný Hilmarsdóttir (1975) 24,04 mín
- Elva Björk Bjarnadóttir (1988) 24,14 mín
- Berglind Arnardóttir (1987) 24,36 mín

Elva Björk Bjarnadóttir.
5 km 19 ára og eldri karlar
- Ibrahim Kolbeinn Jónsson (2003) 17,13 mín
- Aðalsteinn Helgi Valsson (1988) 18,29 mín
- Skorri Steinn Steingrímsson (2006) 18,36 mín

10 km hlaup konur
- Valgerður Heimisdóttir (1977) 41,46 mín
- Erla Figueras Eriksdóttir (2002) 42,00 mín
- Halla Björg Þórhallsdóttir (1975) 42,51 mín

10 km hlaup karlar
- Atli Ásgeirsson (2001) 35,26 mín
- Róbert Rafn Birgisson (1982) 37,29 mín
- Gabriel Máni De Sousa (2009) 38,10 mín

Öll úrslit má sjá hér.
Framhaldsskólameistari
Gabriel Máni De Sousa hampaði bikarnum sem framhaldsskólameistari og fór með bikarinn heim í Fjölbrautarskóla Garðabæjar.

Til styrktar Píetasamtökunum
Hlaupið var til styrktar Píetasamtökunum og voru hlauparar hvattir til að hlaupa í gulu.
Þó flestir hafi reynt að gera sitt besta, tóku margir þátt aðeins til að styrkja og voru ekkert sérstaklega að flýta sér og nutu samveru annarra á leiðinni. Allra beið þó hressing í marki, pylsur og ýmsar hollustuvörur.
Svo virðist sem hlaupaleiðirnar hafi verið ekki alveg rétt mældar því 10 km hlaupið mældis um 9,4 km hjá flestum og 5 km hlaupið 4,8 km.
Myndasyrpa
Hægt er að kaupa myndir í fullum gæðum og fer öll upphæðin til Píeta samtakanna.
Verð myndar er 2.000 kr. Sendið pöntun á gudni@fjardarfrettir.is með nafni af mynd (eða skjáskoti).







































































































































