Föstudagur, júlí 4, 2025
target="_blank"
HeimFréttir„Það þarf líka hugrekki til þess að láta sig málið varða“

„Það þarf líka hugrekki til þess að láta sig málið varða“

Símafrí er heitð á nýju myndbandi Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur gefið út myndband sem nefnist Símafrí.

Myndbandið á hvetja til þess fólk leggi frá sér símana og geri eitthvað skemmtilegt saman.

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. En það þarf líka hugrekki til þess að láta sig málið varða,“ segir Vala Steinsdóttir, formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar, í nýja myndbandi ráðsins.

Draumarnir rætast

Fjöldi þekktra einstaklinga leggja Foreldraráði Hafnarfjarðar lið í myndbandinu. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, Elín Klara Þorkelsdóttir landliðskona í handbolta og íþróttakona Hafnarfjarðar 2023 og 2024, Bjarni Fritz þjálfari og Anton Sveinn McKee, Íslands og Norðurlandameistari í sundi og Ólympíufari sem hvetur unga fólkið og fjölskyldur þeirra til að setja sér stór markmið.

„Leggjum frá okkur símana og gerum eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Guðjón Karlsson, Gói leikari, í myndbandinu.

„Draumarnir rætast í raunheimum,“ segir hann. Silja Úlfarsdóttir þjálfari og hlaðvarpsstjórnandi hvetur öll til að huga að svefni og næringu. „Við ætlum að fara út að hreyfa okkur.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona bendir á að nýta nærumhverfið. Þorgrímur Þráinsson hvetur til samskipta. Tvö ný orð á dag séu fjársjóður til frambúðar.

Við erum þorpið

Vala Steinsdóttir, formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar, bendir á að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. „En það þarf líka hugrekki til þess að láta sig málið varða. Við í foreldraráði trúum því að með sameiginlegu átaki getum við byggt upp samfélag þar sem að börnin okkar fá að blómstra.“

Myndbandið var sýnt á síðasta fundi fundaraðarinnar Við erum þorpið. Fundurinn bar yfirskriftina: Horfumst í augu. Fundaröðin er um líðan og öryggi ungs fólks. Hún  er jafnframt hluti af vegferð Hafnarfjarðarbæjar að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi.

„Þetta byrjar hjá okkur,“ sagði Vala formaður foreldraráðsins. „Við erum þorpið.“

Sjáðu vídeóið hér

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2