Laugardagur, júlí 5, 2025
target="_blank"
HeimFréttirBæjarráð Hafnarfjarðar vill ekki malbikunarstöð í eigu Reykjavíkurborgar í Hafnarfjörð

Bæjarráð Hafnarfjarðar vill ekki malbikunarstöð í eigu Reykjavíkurborgar í Hafnarfjörð

Undirskriftarsöfnun er hafin gegn áformum Reykvíkinga

Fyrirhugaður flutningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til Hafnarfjarðar hefur vakið mikla óánægju í Hafnarfirði en DV greindi frá því þann 25. júní síðastliðinn að vinna við flutning fyrirtækisins væri langt á veg kominn og það  staðfesti Helgi Geirharðsson, stjórnarformaður fyrirtækisins.

Þá fullyrðir blaðið að gengið hafi verið frá kaupum malbikunarstöðvarinnar á lóðinni Álhellu 18 en sú lóð er vestast á sk. Geymslusvæði, gegnt álverinu.

Bæjarráð lýsti á fundi sínum 1. júlí sl. yfir furðu sinni með þau áform að Malbikunarstöðin Höfði hyggist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Bæjarstjóra var falið að ræða við borgarstjórann í Reykjavík vegna þessa og afla upplýsinga um fyrirætlanir fyrirtækisins, áhrif á umhverfi og umferð á svæðinu og fleira sem málinu tengist.

Á fundi bæjarráðs í morgun var bæjarstjóra falið að halda áfram að vinna í málinu.

Það vekur furðu að þegar Reykjavíkurborg skipuleggur starfsemi stöðvarinnar í burtu af Ártúnshöfðanum og Mosfellingar mótmæla fyrirhuguðum flutningi á Esjumela þá þyki eðlilegt að flytja mengandi borgarfyrirtæki í annað sveitarfélag. Ekki aðeins er þetta mengandi starfsemi heldur þýddi flutningur til Hafnarfjarðar að aka þyrfti með allt malbik í gegnum allan Hafnarfjörð enda malbikið að mestu notað í Reykjavík.

Undirskriftarsöfnun hafin

Birgir Örn Guðjónsson hefur hrundið af stað undirskriftarlista til að mótmæla flutningi stöðvarinnar til Hafnarfjarðar. „Eftir umræðuna sem skapaðist um ætlun Reykjavíkurborgar um að setja malbikunarstöð í þeirra eigu í bakgarðinn hjá okkur skapaðist mikil umræða og ósk um undirskriftarlista. Hann er núna klár og nú er undir okkur komið að sýna andstöðu okkar við þessar áætlanir. Þess ber að geta að ein ástæða þess að stöðin er á leiðinni hingað er að fólk skrifaði undir slíkan lista í nágrenni þess svæðis sem upphaflega átti að setja stöðina á landssvæði Reykjavíkur,“ segir Birgir Örn.

Hvetur hann fólk til að skrifa undir listann og deila honum eins og vindurinn. Nú þurfi bæjarbúar að sýna samstöðu.

Hægt er að skrifa undir listann til 14.08.2021.

Smellið á myndina ef þið viljið skrifa undir en þegar hafa yfir 700 manns skrifað undir.

– Undirskriftavefur Þjóðskrár Íslands

Með undirförulli leið ætlar Reykjavíkurborg að koma mengandi stóriðju á Álfhellu í Hafnarfirði, sem er í bakgarðinum á einu mest vaxandi íbúðahverfi bæjarins. Borgin hefur fengið neikvæð svör við því að fá að setja upp malbikunarstöðina Höfða á þessu svæði en er nú búin að kaupa lóð af annari malbikunarstöð og ætla að ganga þar inn með sína stöð.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2