Fimmtudagur, nóvember 20, 2025
HeimFréttirGleðilegt ár

Gleðilegt ár

Þetta sérstaka og erfiða ár endaði með kófi hér í Hafnarfirði og lítið sást til flugelda sem skotið var á loft um áramótin. Það hindaði fólk greinilega ekki í að skjóta því hávaðinn var mikill og svifryksmengun var mikil og sú mesta á höfuðborgarsvæðinu.

Við horfum til bjartari tíma, bólusetningar gegn Kórónaveirunni eru hafnar og því má búast við að ástandið í þjóðfélaginu ætti að vera komið í eðlilegt horf, þó sennilega ekki fyrr en í lok þessa árs.

Fólk hefur staðið saman gegn úbreiðslu veirunnar og vonandi verður svo áfram þangað til sóttvörnum verður aflétt.

Bæjarbúar hafa stundað meiri útivist en áður og mun fleira fólk er á ferli í bænum og í upplandinu. Svo mun eflaust verða áfram og nauðsynlegt er að horfa til bættrar aðstöðu almennings til útivistar.

Lesendum Fjarðarfrétta og auglýsendum er þakkað samstarfið á liðnu ári og eru færðar óskir um gæfuríkt nýtt ár.

Kær kveðja,
Guðni Gíslason útgefandi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2