Fimmtudagur, nóvember 20, 2025
HeimFréttirEngar áramótarbrennur á höfuðborgarsvæðinu

Engar áramótarbrennur á höfuðborgarsvæðinu

Mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar

Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu.

Aðeins ein brenna hefur verið í Hafnarfirði um síðustu áramót og þrettándabrennur hafa lagst af og skipulögð þrettándagleði þess í stað.

Mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar

Í sameiginlegri tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða miðist við 10 manns og mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar.

„Það er ljóst að jól og áramót verða öðruvísi hjá okkur í ár vegna COVID-19. Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennum í ár,“ segir í tilkynningunni.

Hins vegar hefur Hafnarfjarðarbær hvatt fólk til að heimsækja Jólaþorpið og Hellisgerði þar sem fleiri hafa komið saman en búist hafði verið við. Þar virðast því önnuir sjónarmið gilda þó ætlunin sé að leggja meiri áherslu á smitvarnir í jólaþorpinu næstu helgar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2