Öll sex ára börn hafa hin síðustu ár fengið endurskinsmerki að gjöf að hausti frá Hafnarfjarðarkaupstað. Fá allir nemendur fyrstu bekkja grunnskóla Hafnarfjarðar merkin afhent í þessari viku.
Með framtakinu vill Hafnarfjarðarbær minna á mikilvægi endurskins og sýnileika í umferðinni og leggja sitt að mörkum við að auka öryggi barnanna við upphaf grunnskólagöngu þeirra.
Endurskinsmerkin virka besta neðarlega
Foreldrar og forráðamenn allra barna og ungmenna eru hvattir til að tryggja endurskinsnotkun og að passa samhliða upp á eigin endurskin og sýnileika.
Best er að hafa endurskinsmerki fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða á buxnaskálm. Þá ná bílljósin að lýsa best á merkin og koma þau þannig best að gagni.



