fbpx
Föstudagur, apríl 26, 2024
HeimFréttirÞóra Kristín og Kári íþróttamenn Hauka 2018

Þóra Kristín og Kári íþróttamenn Hauka 2018

Fjölmargir fengur viðurkenningar á Íþróttahátíð Hauka

Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikskona og Kári Jónsson körfuknattleiksmaður voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Hauka 2018 við athöfn á Ásvöllum í dag, gamlársdag.

Veitti félagið fjölmörgum íþróttamönnum viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum og útnefndi  Ingvar Þór Guðjónsson sem þjálfara ársins en undir hans stjórn varð kvennalið körfuknattleiksdeildar Hauka bæði deildar- og Íslandsmeistari.

Glæsilegir ungir íþróttamenn

Eftirfarandi konur voru tilnefndar til íþróttakonu Hauka 2018:

Þessar voru tilefndar til íþróttakonu Hauka 2018.

  • Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikur
  • Sæunn Björnsdóttir, knattspyrna
  • Elín Ragna Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
  • Olga Árdís Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
  • Hjördís Helga Ægisdóttir, karate

Eftirtaldir karlar voru tilnefndir til íþróttakarls Hauka 2018:

Þessir voru tilefndir til íþróttakarls Hauka 2018
  • Kári Jónsson, körfuknattleikur
  • Björn Traustason, karate
  • Stefán Georgsson, almenningsíþróttir
  • Arnar Aðalgeirsson, knattspyrna
  • Heimir Óli Heimisson, handknattleikur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2