Þóra Kristín og Kári íþróttamenn Hauka 2018

Fjölmargir fengur viðurkenningar á Íþróttahátíð Hauka

Kári Jónsson er íþróttakarl Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir er íþróttakona Hauka og Ingvar Þór Guðjónsson er þjálfari Hauka 2018

Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikskona og Kári Jónsson körfuknattleiksmaður voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Hauka 2018 við athöfn á Ásvöllum í dag, gamlársdag.

Veitti félagið fjölmörgum íþróttamönnum viðurkenningar fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum og útnefndi  Ingvar Þór Guðjónsson sem þjálfara ársins en undir hans stjórn varð kvennalið körfuknattleiksdeildar Hauka bæði deildar- og Íslandsmeistari.

Glæsilegir ungir íþróttamenn

Eftirfarandi konur voru tilnefndar til íþróttakonu Hauka 2018:

Þessar voru tilefndar til íþróttakonu Hauka 2018.

  • Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikur
  • Sæunn Björnsdóttir, knattspyrna
  • Elín Ragna Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
  • Olga Árdís Sigurðardóttir, almenningsíþróttir
  • Hjördís Helga Ægisdóttir, karate

Eftirtaldir karlar voru tilnefndir til íþróttakarls Hauka 2018:

Þessir voru tilefndir til íþróttakarls Hauka 2018
  • Kári Jónsson, körfuknattleikur
  • Björn Traustason, karate
  • Stefán Georgsson, almenningsíþróttir
  • Arnar Aðalgeirsson, knattspyrna
  • Heimir Óli Heimisson, handknattleikur