Fimmtudagur, ágúst 28, 2025
HeimÍþróttirFótboltiTap þrátt fyrir glæstan árangur - MYNDASYRPA

Tap þrátt fyrir glæstan árangur – MYNDASYRPA

FH var í fyrsta sinn í bikarúrslitum og tapaði naumlega fyrir reynsluliði

Þó þær hafi verið niðurlútar og daprar í leikslok, stelpurnar í meistarsflokki FH í knattspyrnu, geta þær verið stoltar enda stóðu þær sig gríðarlega vel í bikarúrslitaleik við Breiðablik.

Frammi fyrir 2.200 áhorfendum léku FH-ingar á alls oddi gegn reynslumiklu liði Breiðabliks sem hafði orðið bikarmeistari 13 sinnum. Komust þær yfir á 9. mínútu með marki Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðblik jafnaði svo á 32. mínútu en Thelma Karen bætti við öðru marki FH á 61. mínútu en stuttu síðar jafnaði Breiðablik aftur.

Staðan var jöfn að loknum venju­legum leiktíma og því var framlengt. Skoruðu Blika þar sigurmakið eftir að FH hafði átt skot í stöng, í slá og rétt framhjá. Reyndar skoruðu þær jöfn­unarmark en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá virtist boltinn hafa farið í hendi eins leikmanns Breiðabliki innan vítateigs en ekkert víti var dæmt.

FH-liðið hefur heldur betur blómstrað í sumar og komið flestum á óvart. Er liðið nú í 2. sæti í úrvalsdeildinni með 32 stig, 5 stigum á eftir Breiðabliki og 3 stigum á undan Þrótti. Reykjavík.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2