fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimLjósmyndirSH-ingar sigursælir á Íslandsmeistaramótinu í sundi - Myndir

SH-ingar sigursælir á Íslandsmeistaramótinu í sundi – Myndir

SH-ingar bættu tvö Íslandsmet

Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug er lokið. Það var haldið í Laugardalslaug þessa helgi. Öll úrslit mótsins er hægt að finna hér.

SH-ingar sigursælastir

SH-ingar hrepptu flest verðlaun eða 44 samtals, 22 gull, 12 silfur og 10 brons. Breiðablik fylgdi eftir með 10 gull, 14 silfur og 14 brons eða 38 verðlaun samtals.

Hrafnhildur og Aron Örn unnu bæði 5 gull hvor og vann Aron einnig eitt silfur.

Boðsundsveit kvenna bætti Íslandsmet í 4×100 metra fjórsundi og Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi.

„Þetta var frábær árangur hjá liðinu. Sundfólkið okkar náði sínu besta á réttum augnablikum og það sást að góðar æfingar og góður liðsandi gefur alltaf góðan árangur. Ég er stoltur af SH og stoltur af því að vera hluti af liðinu sem þjálfari og sem sundmaður,“ sagði Mladen Tepavcevic þjálfari SH eftir mótið en hann synti sjálfur í 100 metra bringusundi á tímanum 01:06,44.

EM í 25 metra laug

Þrír SH-ingar eru nú með keppnisrétt á EM í 25 metra laug sem fer fram 13.-17. desember. Þau eru Hrafnhildur Lúthersdóttir í 50, 100 og 200 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í 50 metra baksundi og Aron Örn Stefánsson í 100 metra skriðsundi.

Kolbeinn Hrafnkelsson var 6/100 úr sekúndu frá lágmarki í 50 metra baksundi og Predrag Milos var 9/100 úr sekúndu frá lágmarki í 50 metra skriðsundi. Aron Örn var 4/100 frá lágmarki í 50 metra skriðsundi.

Aðrir sem hafa fengið keppnisrétt eru: Eygló Ósk Gústafsdóttir, Bryndís Rún Hansen, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Kristinn Þórarinsson.

Norðurlandamótið í sundi

Margir hafa náð lágmörkum fyrir Norðurlandamótið í sundi sem fer fram í Laugardalslaug 1.-3. desember.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2