Hrafnhildur í undanúrslit á nýju Íslandsmeti

Undanúrslitin hefjast klukkan 16:00

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti aftur sitt eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 m laug sem haldið er í Kaupmannahöfn en hún setti fyrra metið fyrir tæpum mánuði síðan. Hrafnhildur synti á tímanum 30,20 sekúndum og bætti metið sitt um 22/100 úr sekúndu.

Hrafnhildur var með sjöunda besta tímann í undanrásunum en fer með sjötta besta tímann í undanúrslitin því reglur mótsins kveða á um að eingöngu tvær manneskjur mega fara í undanúrslit frá hverju landi. Það voru þrír Finnar sem voru í topp fimm og datt því einn út.

Undanúrslitin hefjast kl. 16:00 og verða þau sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Hrafnhildur náði lágmörkum í fjórum greinum en keppir bara í einni vegna prófa.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here