Keppendur komnir í Krikann – heimsmeistari unglinga kastaði sleggju

Keppni hefst kl. 12.45 á laugardag

Keppendur mættir í Krikann til að æfa og að meta aðstæður.
Við Kaplakrika
Við Kaplakrika

Norðurlandamót unglinga 19 ára og yngri hefst formlega í Kaplakrika á morgun. Keppendur komu í Kaplakrika í dag til að líta á aðstæður, æfa sig auk þess sem hópurinn borðar saman þar í kvöld. Skráðir keppendur eru 235 en auk þeirra eru þjálfarar, fararstjórar og fylgdarfólk.

Flestir koma frá Svíþjóð 61 keppandi, 55 koma frá Finnlandi, 53 frá Noregi, 42 frá Danmörku og 24 frá Íslandi en Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið á mótið að venju. Lista keppenda má sjá hér.

Dagskrána má sjá hér Competition Events

Örmót FH í dag

FH stóð fyrir tveimur litlum mótum í dag, sleggjukastmóti og keppni í 100 m og 200 m hlaupi þar sem FH-ingar tóku þátt.

Beatrice Nedberg Llano, heimsmeistari unglinga og Vigíds Jónsdóttir Íslandsmethafi.
Beatrice Nedberg Llano, heimsmeistari unglinga og Vigdís Jónsdóttir Íslandsmethafi.

Meðal keppenda í sleggjukastinu var heimsmeistari unglinga Beatrice Nedberg Llano (18) frá Noregi. Hún hefur kastað lengst 67,88 m og var að kasta nálægt því í dag. Vigdís Jónsdóttir (20) úr FH var meðal keppenda en Íslandsmet hennar er 58,56 m sem hún setti í júní.

Myndir frá Norðurlandamótinu verða líka á https://www.facebook.com/fjardarfrettir

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here