fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirKörfuboltiHaukar slógu út Íslandsmeistarana í bikarkeppninni

Haukar slógu út Íslandsmeistarana í bikarkeppninni

Leika til úrslita við Fjölni á laugardag

Haukar léku við Íslandsmeistara Vals í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld á heimavelli Vals.

Íslandsmeistararnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 28-26.

Helena Sverrisdóttir sem um tíma lék með Val hefur engu gleymt og leiddi sitt lið og miðlaði af reynslu sinni enda var Haukaliðið áberandi sterkari í síðari hálfleik og sigraði að lokum með 9 stiga mun, 68-59.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 16 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 12 stig.

Leika Haukar því til úrslita í bikarkeppninni við Fjölni en Fjölnir sigraði Njarðvík 65-60.

Leikið verður í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 16.45.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2