fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimÍþróttirKörfuboltiHaukar fyrst íslenskra liða til að vinna leik í Evrópukeppni í körfubolta...

Haukar fyrst íslenskra liða til að vinna leik í Evrópukeppni í körfubolta kvenna – MYNDIR

Seinni leikurinn á Azoreyjum 30. september

Haukar mættu União Sportiva frá Portúgal í Euro Cup keppninni á Ásvöllum í kvöld en keppt var í Ólafssal.

Góð stemmning var í húsinu, ekki síst þegar líða tók á leikinn og áhorfendur hvöttu Hauka vel. Haukar byrjuðu mjög vel en portúgölsku stelpurnar svöruðu fyrir sig og leikurinn var í raun í járnum allan tímann, þó Haukar hafi lengst af verið með yfirhöfnina.

Haukar fóru til hálfleiks með eins stigs forystu, 40-39.

Síðari hálfleikur var ekki síður spennandi en leiknum lauk 81-76 fyrir Hauka.

Haiden Denise Palmer var gríðarlega öflug fyrir Hauka og skoraði 24 stig og var stigahæst í leiknum. Helena Sverrisdóttir var gríðarlega öflug líka og skoraði 15 stig en hún fór út af með fimm villur þegar stutt var eftir. Tinna Alexandersdóttir gaf þeim lítið eftir og skoraði 14 stig og Elísabet Ýr Ægisdóttir skoraði 11 stig.

Simone Do Carmo Gabriel Costa var stigahæt hjá Sportiva með 20 stig.

Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið sigrar í evrópuleik í körfubolta. Haukar leggja mikið á sig til að taka þátt í þessari keppni og mjög margir sem leggja hönd á plóg til að það sé hægt. Ferðin til Azoreyja er löng og ströng og kostnaður mikill.

Samanlagður árangur úr báðum leikjunum gildir en seinni leikurinn verður í Ponta Delgada 30. september.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2