fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Kolbeinn Höður setti Íslandsmet í 200 m hlaupi í Alabama – MYNDBAND

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH setti í dag Íslandsmet í 200 m hlaupi innanhúss í dag á American Athletic Conference Championship í Birmingham, Alabama í Bandaríkjunum. Keppir Kolbeinn Höður þar fyrir Memphis háskólann en hann er þar á síðasta ári.

Nýja metið 21,21 sekúndur en var 21,32 sekúndur.

Varð Kolbein fjórði en á meðfylgjandi myndbandi, sem Steinn Jóhannsson tók, kemur hann þriðji í mark á sínum riðli. Sigurvegarinn í hlapinu kom í mark á 20,84 sekúndum.

Hljóp Kolbeinn Höður í gær á 21,42 sekúndum og tryggði sig inn í úrslitin.

Kolbeinn kemur til Íslands og keppir um næstu helgi í bikarkeppninni í 60 m og í 4×200 m boðhlaupi.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar