Keppt af gleði í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar – MYNDIR

Um 400 keppendur tóku þátt í skemmtilegu hlaupi á Víðistaðatúni

Það er alltaf mikill spenningur meðal ungu hlauparanna sem taka þátt í árlegu Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar á sumardeginum fyrsta á Víðistaðatúni.

Í ár voru keppendur um fjögur hundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Þar mátti vart á milli sjá hverjir voru spenntari, ungu hlaupararnir eða ákafir foreldrarnir sem hlupu með börnum sínum.

Allir fengu verðlaunapening þegar komið var í mark og voru keppendur greinilega ánægðir, ekki síst þeir sem lentu í fyrstu þremur sætunum í hverjum flokki, því þeir fengu bikara.

Hörður J. Halldórsson , t.h. varð fyrstur í flokki 15 ára og eldri karla eftir gríðarlega harða keppni við Atla Stein Sveinbjörnsson t.v.

Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir var fyrst kvenna í mark í flokki 15 ára og eldri og Hörður J. Halldórsson var fyrstur í flokki 15 ára og eldri karla eftir gríðarlega harða keppni við Atla Stein bróður Birtu Þallar. Þriðji var svo Halldór Máni, sonur Harðar sem sigraði.

Veðrið lék við hlauparana og fjölmargir fylgdust með hlaupinu. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins að venju og verðlaun voru gefin af Hafnarfjarðarbæ.

Sjá myndir neðst!

Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin:

Konur 15 ára og eldri

 1. Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir
 2. Unnur Þorláksdóttir

Karlar 15 ára og eldri

 1. Hörður J. Halldórsson
 2. Atli Steinn Sveinbjörnsson
 3. Halldór Máni Harðarson

Piltar 13-14 ára

 1. Birkir Bóas Davíðsson
 2. Andri Steinn Ingvarsson
 3. Svavar Ísak Ólason

Stúlkur 13-14 ára

 1. Selma Sól Sigurjónsdóttir
 2. Sara Kristín Lýðsdóttir
 3. Elfa Karen Magnúsdóttir

Piltar 11-12 ára

 1. Kári Björn N. Hauksson
 2. Benjamín Bæring Þórsson
 3. Jóhann Darri Harðarson

Stúlkur 11-12 ára

 1. Rut Sigurðardóttir
 2. Hildur Sara Magnúsdóttir
 3. Elísa Björt Ágústsdóttir

Piltar 9-10 ára

 1. Kristinn Víglundsson
 2. Jón Viktor Hauksson
 3. Emil Gauti Hilmisson

Stúlkur 9-10 ára

 1. Hafrún Birna Helgadóttir
 2. Ingibjörg Magnúsdóttir
 3. Unnur Thorarensen Skúladóttir

Hnokkar 7-8 ára

 1. Róbert Nikulás Róbertsson
 2. Hilmir Ingvi Heimisson
 3. Máni Steinn Ágústsson

Hnátur 7-8 ára

 1. Þórdís Lilja Jónsdóttir
 2. Ylfa Hrund Heiðdal
 3. Rakel Lea Jónsdóttir

Hnokkar 6 ára og yngri

 1. Jósef Þór Bonnah
 2. Magnús Páll Egilsson
 3. Dagur Logi Ingvarsson

Hnátur 6 ára og yngri

 1. Auður Alis
 2. Elísabet María Fróðadóttir
 3. Sara Elena Kospenda

Ummæli

Ummæli